Fyrr í júlímánuði var tekin sú ákvörðun að engin Þjóðhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum þetta árið en hátíðin er ein helsta tekjulind íþróttastarfs í eyjunni fögru. Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV hefur nefnt í fjölmiðlum að 60-70% af tekjum þeirra séu í „algjöru uppnámi“. Það liggur augum uppi að ÍBV mun verða af allmiklum tekjum þetta árið vegna ákvörðunar varðandi Þjóðhátíð

Eins og Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs ÍBV hefur sagt mun tekjutapið bitna mest á yngri flokkum ÍBV en tekjur Þjóðhátíðar hafa síðastliðin ár að mestu leyti verið notaðar til niðurgreiðslu á æfingagjöldum. Þjóðhátíð er langstærsti viðburður Vestmannaeyja og ljóst þykir að ekkert mun bæta upp tekjutap ÍBV þetta árið.