Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sækja u.þ.b. 15 þúsund manns á ári hverju og hefur hátíðin verið haldin árlega síðan árið 1901 að undanskildum styrjaldarárunum 1914 og 1915. Hátíðin var fyrst haldin árið 1874 til að fagna þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar sem og þeim tímamótum að Íslendingar fengu afhenta sína fyrstu stjórnarskrá frá Danakonungi. Heildarkortavelta í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíðarvikuna nam að meðaltali um 79 milljónum árin 2014 – 2018 sem er ríflega þrefalt meira en í öðrum mánuðum. Vert er að nefna að í þessum tölum hefur miðasala hátíðarinnar að öllu leyti verið tekin úr færslunum en áætlaðar tekjur af henni eru í grennd við 300 milljónir. Stærstan skerf kortaveltunnar hirða veitingastaðir, tjaldsvæði og dagvöruverslanir (matvörubúðir og áfengisverslanir) en hlutdeild þeirra nemur um 68%.