Dregið hefur verið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lið ÍBV dróst á móti Fram en bæði lið leika í Lengjudeild karla. Leikdagur skv. mótaskrá er 10. september. Einum leik í 16-liða úrslitum er ólokið, viðureign Vals og ÍA.

Leikirnir í 8-liða úrslitum:

  • FH – Stjarnan
  • ÍBV – Fram
  • Valur/ÍA – HK
  • Breiðablik – KR