Skimun í Vestmannaeyjum

Ætlunin er að skima 400 manns nk. mánudag í Eyjum frá kl. 13:00 til 16:30. Um slembiúrtak er að ræða til að kanna hvort að simt sé í samfélaginu. Send verða út sms skilaboð með boði um þátttöku. Mikilvægt er að þeir sem fá boð skrái sig sem fyrst eftir að þeir fá boðið í […]
Litla Hvít og Litla Grá komnar í Klettsvík

Nú í morgun voru mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá loks fluttar til framtíðarheimkynna sinna í Klettsvík. Flutningurinn hefur tafist hvívetna ýmist sökum veðurs eða heilsufars mjaldranna. Í morgun var hins vegar allt til reiðu og gekk flutningurinn vel. Mjaldrarnir voru fluttir, annar í einu, á vörubíl frá umönnunarlauginni í Fiskiðjunni í Lóðsinn sem svo […]
Engar heimsóknir leyfðar

Vegna aðstæðna í samfélaginu tengt Covid-19 þurfum við að grípa til þeirra ráðstafanna að loka deildinni. Felur það í sér að engar heimsóknir eru leyfðar, nema þá í algjörum undantekninum. Deildarstjóri eða vaktstjóri stýra því. Hægt er að hafa samband við deildina í síma 432-2600. Það er miður að taka þessa ákvörðun en gerum það […]
Brekkusöngurinn 2020 (myndband)

Þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað í ár, var ekki hægt að sleppa brekkusöngnum, enda fastur liður í hjörtum fjölmargra landsmanna. Brekkusöngurinn var því í beinni útsendingu frá Hlégarði um verslunarmannahelgina í Sjónvarpi Símans þar sem Ingó Þórarinsson leiddi sönginn líkt og undanfarin ár. Fyrir þau sem misstu af þá er hér brekkusöngurinn í […]
Tímabundnar hertar heimsóknarreglur á Hraunbúðum

Í ljósi nýjustu frétta um smit af Covid-19 sem tengjast Vestmannaeyjum og tilkynningar frá aðgerðarstjórn Vestmannaeyja nú í morgun þurfum við að bregðast við og herða enn meira á heimsóknarreglum segir í frétt á vef Hraunbúða. Við bætum inn grímuskyldu, takmörkum heimsóknir við einn aðstandenda á dag, ítrekum 2 metra regluna og verðum áfram með […]
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið virkjuð

Einstaklingar sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra. 48 einstaklingar sem eru búsettir í Vestmannaeyjum eru þegar komnir í sóttkví og er von á að þeim fjölgi þegar líða tekur á daginn. Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess […]
Aflaverðmæti árið 2019 jókst þrátt fyrir minni afla

Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 1.047.568 tonn sem er um 17% minni afli en landað var árið 2018. Samdráttur í aflamagni skýrist að mestu af minni uppsjávarafla. Aflaverðmæti fyrstu sölu jókst hins vegar um 13,4% á milli ára og nam 145 milljörðum króna árið 2019. Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem […]