Vegna aðstæðna í samfélaginu tengt Covid-19 þurfum við að grípa til þeirra ráðstafanna að loka deildinni. Felur það í sér að engar heimsóknir eru leyfðar, nema þá í algjörum undantekninum. Deildarstjóri eða vaktstjóri stýra því. Hægt er að hafa samband við deildina í síma 432-2600.
Það er miður að taka þessa ákvörðun en gerum það með hagsmuni allra að leiðarljósi. Við biðlum til aðstandenda að það sé einungis einn sem hringi á deildina til að fá upplýsingar og miðli þeim svo til annarra.
Við erum öll almannavarnir.