Tveir einstaklingar eru nú í einangrun í Vestmannaeyjum og 79 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví.
Í gær fór fram skimun á vegum HSU í Vestmannaeyjum meðal einstaklinga í sóttkví og var hún vel sótt. Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þeir sem hafa skráð sig eru hvattir til að mæta.
Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að eigin smitvörnum og sæki C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent á að hafa samband við læknavaktina í síma 1700 og fá tíma í sýnatöku.

F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.