Starfsfólki Pysjueftirlitsins barst í morgun tilkynning um að fyrsta lundapysjan væri fundin þetta árið,  hún hafði því miður orðið fyrir bíl. Þau vildu brýna fyrir fólki að nú sé kominn tími til að hafa augun opin og kíkja eftir pysjum og jafnframt að aka varlega.