Myndband frá flutningi mjaldranna

Aaron Chown PA Wire

Það er með mikilli ánægju sem við hjá SEA LIFE Trust getum staðfest að mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunn.

Flutningi hvalanna í kvínna lauk föstudaginn 7. ágúst klukkan 12:30. Griðarstaðurinn í Klettsvík er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum.  Litla Grá og Litla Hvít eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvínna í Klettsvík sem staðsett er við mynni Vestmannaeyjahafnar.

Hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningnum. Þeir hafa staðfest að hvalirnir eru við hestaheilsu og nærast vel eftir þessa stuttu ferð frá landi og út í kvínna. Þetta er í fyrsta skipti sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011.

JEEP- rafknúinn 02
Jeep – rafknúinn

Litla Grá og Litla Hvít verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga meðan þær aðlagast aðstæðum í hafinu.

Andy Bool, Forstjóri SEA LIFE Trust, sagði: “Við erum hæstánægð að geta loksins sagt ykkur að Litla Grá og Litla Hvít eru komnar í aðlögun og því aðeins einu skrefi frá því að vera sleppt út í varanleg heimkynni sín í kvínni.

Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvínna fljótlega.”

Griðarstaðurinn í Klettsvík, sá fyrsti sinnar tegundar, er rekinn af góðgerðarsamtökunum SEA LIFE Trust og byggður fyrir rausnarlegt framlag frá Merlin Entertainments. SEA LIFE TRUST Griðarstaður mjaldra er eitt stærsta verkefnið á heimsvísu þegar kemur að  umönnun og vernd fangaðra hvala og höfrunga og það fyrsta sinnar tegundar stofnað sérstaklega í þeim tilgangi. Verkefnið er unnið í samvinnu við alþjóðlegu verndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation (WDC).

Beluga Update

UPDATE 🐳We can now announce the fantastic news that Little White & Little Grey are safely in the bay! They will stay in the sea sanctuary care pools for a short amount of time to acclimatise until they are ready to move out into the wider bay. Stay tuned for our next update!

Posted by SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary on Sunday, 9 August 2020

Mest lesið