Enn eru fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn hefur lokið sóttkví.

Í gær fór fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Voru tekin sýni hjá tæplega 500 einstaklingum. Niðurstöður munu liggja fyrir á morgun.

Vestmannaeyjadeild Rauða krossins hefur óskað eftir því að aðgerðastjórn komi því á framfæri að hjálparsími Rauða krossins er 1717 og netspjallið má finna á 1717.is. Hægt er að hafa samband á öllum tímum sólarhringsins og koma skilaboðum til fulltrúa Rauða krossins í Vestmannaeyjum sé þess þörf.

Apótekarinn í Vestmannaeyjum bíður upp á heimsendingu á lyfjum þar til létt hefur verið á takmörkunum. Krónan í Vestmanneyjum bíður einnig upp á heimsendingu á vörum en þeir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda er bent á að senda tölvupóst á netfangið: [email protected].

F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.