Eins og almenningur ætti orðið að vita má sá sem er í einangrun eða sóttkví ekki fara í verslun. Samkvæmt aðgerðarstjórn í Vestmannaeyjum voru í gær samtals fjórir í einangrun og 78 sóttkví.

Þessu fólki hefur Krónan í Vestmannaeyjum ákveðið að koma til aðstoðar í samstarfi við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Hún býður því upp á að panta matvöru í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. “Þú einfaldlega sendir lista yfir það sem vantar ásamt greiðsluupplýsingum. Starfsfólk Krónunnar tekur til vörurnar og Björgunarfélagið keyrir út til viðskiptavina,” segir í tilkynningu frá starfsfólki Krónunnar í Eyjum.

Algjörlega til fyrirmyndar. Saman vinnum við á þessari vá.