Ný vestmannaeysk rokksveit, Molda, sendi í gær frá sér sitt fyrsta lag, Við sólarinnar eld.

Hljómsveitin er skipuð fjórum Eyjamönnum. Alberti Snæ Tórzhamar sem syngur og spilar á gítar, Helga R. Tórzhamar á gítar, Þóri R. Geirssyni á bassa og Birki Ingasyni á trommur.

Lagið var tekið upp í gömlu Höllinni af Gísla Stefánssyni sem einnig hljóðblandaði.

Myndbandið  hér að ofan gerði Helgi Tórzhamar með aðstoð þeirra Ágústs Halldórssonar og Arnars Júlíussonar sem tóku upp myndefnið ásamt Helga.