Kvennalið ÍBV vann stórgóðan sigur á Þrótti í Laugardalnum í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri en fyrra mark ÍBV skoraði Karlina Miksone á 20. mínútu og fyrirliði ÍBV Fatma Kara innsiglaði sigurinn á 57. mínútu með fínu skoti. Þriðji sigur kvennaliðsins í röð því staðreynd og situr liðið nú í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving markvörður ÍBV átti stórleik og sigurinn var ekki síst henni að þakka en hún átti fjölmargar góðar vörslur í leiknum. 


Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn, þegar liðið mætir Fylki í Árbænum.