Dregið hefur lítillega úr atvinnuleysi í Vestmannaeyjum í sumar eftir að það hafði aukist til muna á fyrri hluta þessa árs vegna kórónuveirufaraldursins.

Í nýjustu tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok júlí sl., hafi 94 verið á atvinnuleysisskrá og 22 á hlutabótaleiðinni. Í júlí sl., var 4,1% atvinnuleysi, en 4,3 % í júní. Spáin fyrir ágúst er 4,1%. Hvað varðar hlutabótaleiðina fyrir ágústmánuð gerir spáin ráð fyrir að um 4 einsataklingar verði á hlutabótaleiðinni, sem er fækkun um 18 einstaklinga milli mánaða.