Lítið gengur í samningaviðræðum Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. Sáttafundinum, sem haldin var í gærmorgun, lauk með ósk eftir aðkomu ríkissáttasemjara til að leiða viðræðurnar.

Kjaradeilunni var fyrst vísað til ríkissáttasemjara í febrúar en lítið var um fundi á þeim vettvangi samkvæmt Jónasi Garðarssyni, formanni samninganefndar Sjómannafélags Íslands. Þrjár vinnustöðvanir voru svo boðaðar í júlí en viðræðuáætlun milli deiluaðila var samþykkt áður en til þeirrar þriðju kom.

„Menn eru bún­ir að funda í tvígang um hana og niðurstaðan er sú að menn ná ekki sam­an á þeim grund­velli þannig að rík­is­sátta­semj­ari þarf að koma að mál­um og leiða menn í gegn­um þetta,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., í sam­tali við mbl.is.