ÍBV sækir heim Fylki í dag kl. 18.00 á Wurth vellinum í frestuðum leik í Pepsi Max-deild kvenna.

Liðin hafa tuttugu og einu sinni mæst áður og hefur ÍBV haft yfirhöndina tólf sinnum, Fylkir átta sinnum og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Það má því búast við hörku viðureign í dag.

Leikið verður án áhorfenda en leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Vísir.is