Strákarnir í ÍBV mæta Stjörnunni í Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag kl.17:45. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Selfoss TV á Youtube. Ragnarsmótið er eitt af stóru æfingamótunum fyrir komandi tímabil í handboltanum sem hefst að öllu óbreyttu í karlaflokki þann 10. september.

Þetta er annar leikur ÍBV í mótinu en strákarnir léku gegn Aftureldingu á miðvikudaginn og lauk með leik með 32-28 sigri Mosfellinga í kaflaskiptum leik. ÍBV leikur svo sinn síðasta leik í mótinu á morgun laugardag en leiktíminn ræðst af úrslitum dagsins í dag og verður auglýstur síðar.