Fulltrúar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum komu á fund bæjarráðs í vikunni til þess að greina frá stöðu ferðaþjónustunnar og sér í lagi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja þegar langt er liðið á sumarið, framtíðarsýn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja gagnvart starfsemi Markaðsstofu Suðurlands og hvernig horfurnar eru framundan. Ferðaþjónustan ræddi m.a. nauðsyn þess að halda áfram því góða markaðsátaki sem sett var á laggirnar í vor og skilaði góðum árangri. Meðal áherslna í áframhaldandi markaðsátaki er að skilgreina erlenda markhópa og markaðssetja Vestmannaeyjar gagnvart erlendum ferðamönnum.

Bæjarráð þakkaði fulltrúum ferðaþjónustunnar fyrir upplýsingarnar og var bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að funda reglulega með ferðaþjónustunni um stöðu mála.

Hér að neðan má sjá nokkur þeirra myndabanda sem framleidd voru fyrir markaðsátakið