Litlu Hvít og Litlu Grá miðar vel áfram í aðlögun sinni í Klettsvík en mikil bátaumferð um svæðið hefur þó truflað ferlið. Audrey Padgett forstöðumaður Sealife Trust sagði í samtali við Eyjafréttir að töluvert hafi verið um umferð tuðra upp við kvínna í Klettsvík um liðna helgi. Þessir bátar hafi ekki einungis verið að fara of nálægt hvölunum heldur verið að keyra nokkuð glannalega með tilheyrandi háfaða og truflunum. Þetta geti haf neikvæð áhrif á aðlögun hvalana og hafi truflað fóðrun þeirra sem hægi á ferlinu öllu.

„Við viljum biðla til eigenda smábáta og tuðra að aðstoða okkur við aðlögun hvalanna með því að takmarka umferð um Klettsvík. Við biðjum fólk að fara ekki með báta inn fyrir ytri flotbryggjuna. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar hafa komið fyrir baujum til að merkja svæðið betur,” sagði Audrey.