Það hefur verið nóg að gera hjá áhugafólki um lundapysjur miðað við skráningar á Lundi.is en pysjueftirlitið í ár er eingöngu rafrænt. Skráningar fóru rétt í þessu yfir 2000 stykki. Fjöldi skráðra pysja fór yfir 2000 þann 4. September á síðasta ári sem var met ár í eftirlitinu. Það er því ljóst að pysjan er fyrr á ferðinni en einnig er meðalvigt hærri en oft áður sem er mjög jákvætt merki en um ástand fuglanna.

Forsvarsfólk pysjueftirlitsins vildi koma því á framfæri að ef pysja er mikið léttari en 200 gr. eða mikið dúnuð er ráðlegt að koma með hana á safnið og fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að sleppa lundapysjum við fyrsta tækifæri og handleika fuglana sem minnst.