Vegfarandi hafði samband við Eyjafréttir og sagðist allt annað en ánægður með útganginn á Ofanleitishamri seinnipartinn í gær. Þar voru pappakassar á víð og dreif eftir lundapysjubjörgunarfólk. Hvatti hann fólk til að reyna að minnka rúmmál kassana og ef það væri ekki hægt að koma þeim fyrir tunnunni að einfaldlega taka þá aftur með heim og henda þar eða nota aftur.