Olíuslys við Klett

Óhapp varð á fjórða tímanum nú í dag þegar Díselolía sem verið var að dæla á vörubíl lenti á götunni við bensínsöluna Klett á Strandvegi frá þessu er greint á facebook síðu slökkviliðsins. Greiðlega gekk að hreinsa upp þá yfirborðsolíu sem var á götunni og sá m.a. sóparabíllinn um að skúra upp óhreinindin. Svæðið afmarkast […]
Öllum sagt upp á Herjólfi

Rétt í þessu lauk starfsmannafundi hjá Herjólfi ohf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var þar tilkynnt um uppsögn allra starfsmanna félagsins. Þar kom einnig fram að allir starfsmenn hafa þriggja mánaðar uppsagnarfrest og verður þjónusta skipsins því óskert til 1. desember næstkomandi. Von er á tilkynningu frá félaginu um málið. Ekki náðist í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra […]
Sverrir Gunnlaugs minntist meistara Vídalíns á 300 ára ártíð biskups

Sæmdarhjónin Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sverrir Gunnlaugsson voru heiðursgestir í Þingvallakirkju í gær við athöfn í tilefni af því að nákvæmlega 300 ár voru liðin frá andláti Jóns Skálholtsbiskups Vídalíns (1666-1720). Sverrir var um árabil skipstjóri á togaranum Jóni Vídalín VE og séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sagði í ávarpi í kirkjunni að Sverrir væri […]
10,45% af úthlutuðu aflamarki til Eyja

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og undanfarin ár. Tekið er fram að enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega. Að þessu sinni er úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum […]
Sveitarfélög misjafnlega búin undir áhrif Covid-19

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga. Starfshópurinn áætlar að verulegur samdráttur verði í tekjum flestra sveitarfélaga miðað við áætlanir og að neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi alls rúmlega 33 milljörðum króna. Í niðurstöðum starfshópsins segir að gera megi ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða […]