Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja sökum lítillar eftirspurnar og ótryggra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér rétt í þessu. Telja stjórnendur félagsins ekki ráðlagt að halda inn í veturinn að óbreyttu. Félagið er í stakk búið til að hefja flug aftur til Eyja án mikils fyrirvara og því verður fylgst náið með stöðunni í þjófélaginu og í Eyjum næstu misserin. Áfram verður hægt að fá flugvélar leigðar til að komast til og/eða frá Eyjum og er fólki, fyrirtækjum og stofnunum bent á að hafa samband við [email protected] eða í síma 562-2640 ef um leiguflugsfyrirspurnir eða aðrar spurningar er að ræða.

Flugfélagið Ernir vonast til að geta hafið sig til flugs á ný til Eyja en eins og sakir standa er eftirspurn eftir flugi ekki næg til að réttlæta reglulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja.