Nú er Lundapysjutímabilið í hámarki í Eyjum og pysjunum bókstaflega rignir niður. Mikið virðist vera af pysju og eru þeir stórar og gerðarlegar. Þegar þetta er skrifað hafa verið skráðar 5402 pysjur í Pysjueftirlitið, sem er eingöngu rafrænt í ár, á Lundi.is. 3028 pysjur hafa verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 283 g.

Helgi Tórzhamar, kvikmyndagerða áhugamaður, gerði þetta skemmtilega myndband hér að ofan sem sýnir hinn dæmigerða pysjubjörgunarmann að störfum.