Tveir bestu langhlauparar Íslands Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Kári Steinn hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi en Kári á Íslandsmet í hálfu og heilu maraþoni. Hlynur Andrésson hefur verið áberandi í hlaupafréttum síðustu ár og hefur átt góðu gengi að fagna en langt er síðan Hlynur keppti í Vestmannaeyjahlaupinu. Hlynur á Íslandsmet í 3000 m, 5000 m, 10.000 m og 10 km götuhlaupi.

Vestmannaeyjahlaupið fer fram í tíunda skiptið þann 5. september næstkomandi. Boðið verður upp á tvær vegalengdir að þessu sinni, fimm og tíu kílómetra en skráning fer fram á hlaup.is