Alta fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir Sorpbrennslustöð í Vestmannaeyjum. Undirbúningur að framkvæmdinni hefur staðið yfir í nokkur ár.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.
Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og viðaukar eru aðgengilegir hér . Gögnin eru einnig aðgengileg á bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9.október 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á [email protected]