Vestmannaeyjahlaup verður haldið laugardaginn 5. september. En frestur til að skrá sig í hlaupið rennur út í dag klukkan 14:00. Skráning fer fram á hlaup.is, ekki verður tekið á móti skráningum á hlaupdag. Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 4. september eða morguninn fyrir hlaup í Íþróttamiðstöðinni. Eitt þátttökugjald 3.000 kr er í hlaupið, óháð vegalengd. Hlauparar fæddir 2005 og síðar (15 ára og yngri) fá frítt í hlaupið. Boðið verður upp á 5, 10 km hlaup og er rásmark við Íþróttamiðstöðina og hefjast bæði hlaupin kl. 13. Sameiginleg upphitun hefst kl. 12:35.

Þú getur líka fylgst með hlaupinu á Facebook og á vef hlaupsins, www.vestmannaeyjahlaup.is.
Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála.
Upplýsingar veitir Sigmar Þröstur Óskarsson í síma 895-3339 eða Magnús 897-1110.

SKL jól