Nú í hádeginu fór fram kynningarfundur vegna Olís- og Grill 66 deilda fyrir komandi handboltatímabil. Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt að því tilefni. Karlaliði ÍBV er spáð 5. sæti í deildinni en stelpunum er spáð 2. sæti þetta árið. Nánar verður fjallað um komandi handboltavetur í næsta blaði Eyjafrétta og rætt við þjálfara liðanna.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Olís deild kvenna

1. Fram 164 stig
2. ÍBV 149 stig
3. Valur 131 stig
4. Stjarnan 125 stig
5. KA/Þór 98 stig
6. HK 82 stig
7. Haukar 58 stig
8. FH 57 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Olís deild karla

1. Valur 374 stig
2. Haukar 354 stig
3. FH 315 stig
4. Afturelding 288 stig
5. ÍBV 260 stig
6. Selfoss 257 stig
7. Stjarnan 251 stig
8. Fram 189 stig
9. KA 181 stig
10. Þór Ak. 119 stig
11. ÍR 113 stig
12. Grótta 107 stig