Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við nýjan hreystivöll við Íþróttamiðstöðina. Framkvæmdum miðar vel og munu verktakar klára verkið á næstu dögum.

Völlurinn verður staðsettur í Brimhólalaut við Íþróttamiðstöðina. Völlurinn verður stallaður svo hægt verður að nýta upphækkunina í æfingar, undirlagið á vellinum er gervigras og á vellinum eru tæki sem henta öllum sem eru hærri en 140 cm, óháð líkamlegu ástandi og getu. Með tækjunum er hægt að þjálfa styrk, þol, jafnvægi og liðleika.