Á Sóla eru hópatímar tvisvar sinnum á dag, þetta eru kennarastýrðu tímarnir þar sem kennari er búin að ákveða hvert verkefnið er. Í hópatíma er unnið eftir kynjanámskrá Hjallastefnunnar og Aðalnámskrá leikskóla og í þeim spilar líkamlegt hreysti stórt hlutverk. Sóli á flott þríhjól sem hægt er að nota í hópatímum og þar með þjálfa grófhreyfingar, samhæfingu og kraft. Fyrir kraftmikil börn er mikilvægt að vera með góða hjálma og Kiwanesmenn voru svo vinalegir að þeir gáfu okkur hjálma og færum við þeim bestu þakkir fyrir. Segir í tilkynningu frá Sóla.