Spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili

Stelpurnar hefja leik í handboltanum í dag þegar þær taka á móti KA/Þór, nýkrýndum sigurvegurum í mestkarakeppni HSÍ. Flautað verður til leiks klukkan 16:30.

Sigurður Bragason þjálfari liðsins segir að alltaf sé spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili en hann sé meiri en oft áður eftir langt sumarhlé. „Það er alltaf gaman að fara að byrja. Ég hef bullandi trú á að við eigum eftir að gera betur en í fyrra.“ Siggi segir markmið vetrarins sé að nálgast þessi topplið meira en gert hefur verið síðustu ár og veita þeim harða samkeppni.

Sigurður segir hópinn vera að koma vel undan löngu hléi. „Við stoppuðum í raun aldrei síðan í mars og vorum stöðugt að hreyfa okkur þó vissulega að þetta hafi verið orðið þreytt, að vera hver í sínu horni allan þennan tíma.“ Nánar er rætt við Sigurð í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Uppbyggingasjóður 2020

Mest lesið