Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð SASS en opið er fyrir umsóknir til 6. okt. kl. 16:00. Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) hafa umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála.

Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS í fagráð sem fer yfir umsóknir og skilar tillögum til stjórnar. Þegar úthlutun hefur verið kunngjörð er um að ræða endanlega niðurstöðu. Ekki er hægt að fara fram á endurmat á einstökum umsóknum.