Út er komin heimildarmynd um Eyjabítlana þar sem Viðar Einarson Togga er í aðalhlutverki. Það er Sindri Snær Jónsson frændi Viðars sem er framleiðandi myndarinnar. Myndin er rúmar ellefu mínútur á lengd, þar er rætt við hljómsveitarmeðlimi og farið yfir sögu sveitarinnar sem nær aftur til ársins 1986.