Flugfélagið Ernir hættir áætlunarflugi til Vestmannaeyja eftir margra ára þakkarverða þjónustu. Það eru ekki góðar fréttir fyrir samfélagið, en þær koma ekki óvart. Flug á markaðslegum forsendum til Vestmannaeyja er í dag erfiður rekstur.

Besta leiðin til að endurreisa flugsamgöngur er að skapa eftirspurn eftir Vestmannaeyjum. Markaðssetja Vestmannaeyjar markvisst, skilgreina ferðaþjónustuna sem iðnað og tækifæri til uppbyggingar og atvinnusköpunar. Nýta þau augljósu tækifæri sem felast í magnðari náttúru og merkilegri sögu sem Vestmannaeyjar eiga. Virkja mun betur þá fjárfestingu sem liggur nú þegar í ferðaþjónustunni um sex milljarðar, í söfnum, gistingu, þjónustu og afþreyingu. Horfa til framtíðar, byggja upp og stækka.

Ef framleidd er alvöru eftirspurn eftir Vestmannaeyjum sem áfangastað ferðamanna, er ekki spurning að þeir sem í flugrekstri standa munu nýta sér það tækifæri og jafnvel taka þátt í að skapa og efla þá eftirspurn.

Sjómanna kveðjur

Nú í sumar var gerð í samstarfi Vestmanneyjabæjar og Ferðamálasamtakanna tilraun í markaðssetningu fyrir innanlandsmarkað. Sú tilraun gafst mjög vel og reyndist öflug fjárfesting.  Höldum áfram á innanlandsmarkaði og herjum á erlenda ferðamenn þegar veröldin opnast á ný.

Fjárfestum í markaðssetningu Vestmannaeyja! Það mun skila margþættum árangri, kalla á aukna fjárfestingu fyrirtækja, fjölga störfum og endurvekja flugsamgöngur.
Í þetta þarf eingöngu framtíðarsýn og kjark til að framkvæma hana.

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja

Sjómanna kveðjur