Fyrsta síld haustsins

Kap VE við löndun

Kap VE kom til Eyja í morgun með fyrsta síldarfarminn á þessari haustvertíð. Um er að ræða 760 tonn af síld úr norsk-íslenskastofninum sem Kapin fékk fyrir austan land. Uppsjávarskipin eru nú í óðaönn af skipta af makrílveiðum og yfir á síld.

„Þetta er fín síld við erum bæði að flaka og heilfrysta. Við eigum svo von á Ísleifi á morgun með svipaðan skammt þannig að þetta byrjar bara vel,“ sagði Benóný Þórisson framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Benóný sagði aðspurður að það tæki um sólarhring að skipta uppsjávarvinnslu fyrirtækisins úr makríl vinnslu í það að geta tekið á móti síld. „Það er ekki stórmál og við erum klárir í síldina,“ sagði Benóný

Mest lesið