Greint var frá því á vef Stjórnarráðs Íslands í gær og Eyjafréttir fjölluðu um í kjölfarið að sex umsækjendur hefðu verið um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Fréttin hefur nú verið uppfærð á vef stjórnarráðsins með starfsheitum umsækjenda og einum umsækjanda verið bætt við. Sá er Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi þar sem hann vantaði í upphaflegu fréttinni. Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins sagði í samtali við Eyjafréttir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og nafn Sigurðar hafi vantað á listan sem fyrst fór á netið, það hafi nú verið leiðrétt.

Hér má sjá réttan lista yfir umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum ásamt starfsheitum:

  • Arndís Bára Ingimarsdóttir – Settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum
  • Daníel Johnson – Fjórði æðsti herlögreglumaður svissneska ríkisins G1(USC1) undir Herlögreglustjóra Sviss
  • Grímur Hergeirsson – Staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi
  • Helgi Jensson – Aðstoðarsaksóknari Lögreglustjórinn á Austurlandi
  • Kristmundur Stefán Einarsson – Aðstoðarsaksóknari LRH
  • Logi Kjartansson – Lögfræðingur
  • Sigurður Hólmar Kristjánsson – Saksóknarfulltrúi