Samningur um tilraunaverkefni um velferð barna var undirritað í Landlyst í dag. Verkefnið felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum.

Það voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum sem rituðu undir samninginn. Arndís Soffía stýrir verkefninu og Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi starfa með henni að verkefninu. Arndís Soffía sagði við þetta tilefni að vel væri við hæfi að undirrita samning um velferð barna í húsi sem reist hefði verið í sama tilgangi.

Liður í tilraunaverkefninu er að kalla fagfólk saman á ráðstefnu til Vestmannaeyja, hlýða á erindi og skapa umræður um það sem betur geti farið í verkferlum og samskiptum á milli umræddra stofna ríkis og sveitarfélaga í þágu barna. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun föstudag.