Í dag var dregið í 32 liða úrslit Coca-Cola bikars karla. 19 lið eru skráð til leiks og var því dregið í 3 viðureignir. ÍBV átti eitt lið í pottinum að þessu sinni en aðallið félagsins sat hjá í fyrstu umferð. ÍBV2 fékk heimaleik á móti Vængjum Júpiters sem áætlað er að fari fram 6.-7. október.

Þessi lið mætast í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikarsins:
ÍBV 2 – Vængir Júpíters
Þór Ak. – KA
Haukar – Selfoss

Leikirnir fara fram 6. – 7. október.

Þessi lið voru einnig í pottinum:
Fjölnir, Fram, Grótta, HK, ÍF Mílan, ÍR,  Kría, Stjarnan, Víkingur.
Þessi lið sátu hjá þegar dregið í karlaflokki í morgun:
Valur, ÍBV, Afturelding, FH.