Spáð er vaxandi suðlægum áttum á landinu næstu daga. Veðrið gæti haft áhrif á siglingar Herjólfs og var send af því tilefni eftirfarandi tilkynningu nú fyrir skemmstu.

Farþegar athugið 19. – 21. September
__Siglingar 19. september__

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á meðan veður leyfir og stefnt á eftirfarandi áætlun:

Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30 og 12:00

Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45 og 13:15

Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00

Brottför frá Þorlákshöfn kl 20:45

——-

__Siglingar 20. -21. september__

Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 17:00

Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45 og 20:45

Veðurspá fyrir næstu daga er ekki hagstæð fyrir Landeyjahöfn þar sem við eigum von á rísandi öldu og miklum vindum er útlit fyrir Þorlákshöfn.

Gefin verður út tilkynning ef frekari breytingar eiga sér stað.

————————

__ATH __
– minnum farþega á að gisti aðstaða um borð býður ekki upp á sængur, tepppi né kodda.  Biðjum því farþega að koma með sín eigin.
– Viljum einnig minna á öruggu ferðir Herjólfs,

frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 17:00 og

frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 10:45 og 20:45

Við Viljum góðfúslega benda farþegum á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjarhöfn eða Þorlákshöfn.

Bendum farþega vinsamlegast á að fylgjast með á miðlum Herjólfs.