ÍBV tekur á móti Þór frá Akureyri í 17.umferð Lengjudeildar karla í dag. Bæði liðin eru með 26 stig í 4.-5. sæti. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

Eftir samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og á öðrum viðburðum á vegum KSÍ í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Ákvörðunin tekur strax gildi og nær því til þeirra leikja sem fara fram í dag. KSÍ ákvað laugardag að beiðni Almannavarna, að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ færu tímabundið fram án áhorfenda.