Breytingar á deiliskipulagi á Eiði voru meðal annars á dagskrá á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja. Fyrir liggur að mögulegt er að bæta við byggingarlóðum á Eiði með því að nýta það svæði sem verið hefur undir hliðarfærslur upptökumannvirkja. Til að slíkt sé gerlegt þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Ráðið samþykkir að fara fram á við Umhverfis- og skipulagsráð að gera breytingar á deiliskipulagi sem miða meðal annars að því að nýta landssvæði hliðarfærslu upptökumannvirkja sem byggingarreiti.