Lærisveinar Gunnars Heiðars í KFS taka á móti nágrönnum okkar í KFR á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag (miðvikudag). Leikurinn er síðari viðureign í 8-liða úrslitum 4. Deildar. KFR sigraði fyrri leik liðana á Hvolsvelli 2-1. KFS þarf því á sigri að halda til að komast í 4-liða úrslit. Í fréttatilkynningu frá KFS eru Eyjamenn hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana. Frítt er á völlinn.