Fyrir lágu drög að gatnagerð í Botni Friðarhafnar á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda þarf að færa minnismerkið um Varðskipið Þór og hefur undirbúningur að því farið fram. Finna þarf minnismerkinu annan stað sem sómi er að. Ráðið felur starfsmönnum að færa minnismerkið, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir staðsetningu þess við suðurenda svæðisins.

Strandvegur-Eiði – Gatnahönnun – Drög 18.09.2020.pdf