Brinks lægstir í gatnagerð

Tvö verðtilboð bárust í gatnagerð í Áshamri skv samþykktu deiliskipulagi. Frá þessu var greint á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Það var Gröfuþjónusta Brinks sem átti lægsta tilboð uppá kr. 59.891.561. En HS vélaverk bauð einni kr. 73.252.290.
Í útsendum gögnum var gert ráð fyrir að verkinu yrði skipt í verkþætti eftir framgangi nýbygginga á svæðinu. Gera má ráð fyrir að 1. verkhluti muni kosta um 26 milljónir miðað við fyrirséðar framkvæmdir.

Ráðið hefur falið framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í gatnagerð við Áshamar á yfirstandandi fjárhagsári og óskar ráðið eftir því við Bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting í verkið að upphæð 26 milljónir króna á árinu 2020.

032.pdf

Jeep – rafknúinn
JEEP- rafknúinn 02

Epoxy gólf – SS Gólf ehf

Mest lesið