Lögreglumenn í Vestmannaeyjum handtóku þrjá eftir að kannabisefni fundust í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um talsvert magn af kannabis að ræða en ekki fengust frekari upplýsingar um hversu mikið það væri.

Efnið fannst að sögn við hefðbundið eftirlit. Þremenningunum sem voru handteknir í gærkvöld hefur öllum verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins verður haldið áfram.

ruv.is greindi frá