Sea Life Trust sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að hvölunum Litlu Grá og Litlu Hvít hafi verið sleppt lausum í Klettsvík. Þar kemur einnig fram að aðlögun hvalanna hafi gengið vel undir ströngu eftirliti. Meðfylgjandi myndband er tekið þegar hvalirnir fóru sinn fyrsta sundsprett í nýjum heimkynnum.