Allir við hesta heilsu á Þórunni

„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið […]
Hvetur útgerðir til að herða eftirlit og skimun

Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu. COVID-19 smit hafa komið upp á tveimur fiskiskipum síðustu daga. Allir skipverjar á […]
Sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að unnið sé að því að tryggja sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Sjúkratryggingar greiddu í fyrra 546 milljónir króna í ferðakostnað fólks sem þurfti að sækja þjónustu sérfræðilækna utan heimabyggðar. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá manni á Austurlandi sem hefur í heilt ár reynt að […]
Allir á uppsagnarfresti

Í dag er staðan þannig á samgönguleiðum milli lands og Eyja að allir starfsmenn sem þar starfa eru á uppsagnarfresti. Öllum starfsmönnum Herjólfs var sagt upp störfum í lok ágúst. Örfáum dögum síðar tilkynnti Flugfélagið Ernir um að félagið myndi hætta flugi milli lands og Eyja. Í gær bárust svo fréttir þess efnis að Isavia hafi […]
Öllum starfsmönnum Isavia í Eyjum sagt upp

Öllum starfsmönnum Isavia við flugvöllin í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavía, í samtali við mbl.is. Flugvöllurinn þjónar þó áfram kennsluflugi, sjúkraflugi og einkaflugi og ljóst að þörf er á einhverjum starfskröftum. „Nú tekur við vinna við að greina starfsemi flugvallarins í samstarfi við starfsmennina,“ segir Guðjón, en umræddir […]
Verðugt verkefni hjá strákunum

Karla lið ÍBV heimsækir topplið Keflavíkur í dag. Keflvíkingar eru á toppi Lengjudeildarinnar en Eyjaliðið er í fjórða sæti. Leikurinn hefst klukkan 15.45 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikurinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)