Grétar þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs og fór yfir starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel og hefur tekist ágætlega að glíma við erfiðar aðstæður. Góð aðsókn er í sundlaugina og lítil breyting frá síðasta ári þrátt fyrir Covid. Gætt er vel að sóttvörnum. Núverandi fjöldatakmarkanir eru það rúmar að ekki þarf að grípa til aðgangsstýringar. Æfingar í Íþróttamistöðinni ganga vel og starfsemin nokkuð hefðbundin. Allir passa vel upp á umgengisreglur og gætt vel að þrifum, sérstaklega á snertiflötum. Endurnýjun sundklefa heppnuðust vel og sérstaklega er ánægjulegt að sérklefi fyrir hreyfihamlaða fer að komast í gagnið á næstu dögum. Ráðið þakkar kynninguna.