Sveinn José til ÍBV

Línumaðurinn Sveinn José Rivera er genginn til liðs við ÍBV frá Aftureldingu á lánssamningi út tímabilið. Sveinn er 22 ára gamall sterkur línumaður sem eins og áður sagði kemur til okkar frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili og á upphafi þess nýhafna. Hann er uppalinn hjá Val og hefur einnig leikið með Gróttu. Sveinn er einn af tengdasonum Vestmannaeyja, en hann er unnusti Þóru Guðnýjar Arnarsdóttur leikmanns meistaraflokks kvenna og þau keyptu sér nýverið hús hérna í Eyjum.

 

Mest lesið