Eins og Eyjafréttir greindu frá fyrr í vikunni varð Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta fyrir meiðslum í leik gegn Val á laugardaginn. Við skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum kom í ljós að hann hafði farið úr axlarlið. Hann fór til nánari skoðunar hjá sérfræðingi og kom þá í ljós að afleiðingarnar eru mjög alvarlegar og aðgerð bíður Ásgeirs.

“Það liggur nú fyrir að Ásgeir þarf að fara í aðgerð vegna þessarra meiðsla og verður frá keppni í a.m.k. 4-5 mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir alla, en ekki síst Ásgeir sjálfan sem var kominn á fullt með liðinu eftir að hafa komið til liðs við ÍBV í sumar.

Við óskum Ásgeiri Snæ góðs gengis í vinnunni sem er framundan og við erum sannfærð um að hann komi ennþá sterkari til baka eftir meiðslin,” segir í tilkynningu frá ÍBV.