Í gær stöðvaði Lögreglan í Vestmannaeyjum för aðila sem grunaður er um fíkniefnamisferli en hann var að koma með Herjólfi til Eyja. Við leit í bifreið aðilans fann fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi talsvert magn af ætluðum fíkniefnum sem búið var að fela vandlega. Lögregla ætlar að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu í Vestmannaeyjum. Málið er í rannsókn.